Ársskýrsla og sjálfbærniuppgjör Skaga


Gott fyrsta ár samstæðu
Ný samstæða Skaga var kynnt formlega í febrúar 2024 og hefur fyrsta starfsár samstæðunnar verið um margt gott. Samstæðan samanstendur af VÍS tryggingum, Fossum fjárfestingarbanka og Íslenskum verðbréfum, sameinað félag SIV eignastýringar og ÍV Sjóða, en ÍV Sjóðir og Íslensk verðbréf komu ný inn í samstæðu Skaga á haustmánuðum 2024.
Árangur ársins 2024 hefur búið til góðan farveg fyrir áframhaldandi vöxt árið 2025 en markmið hafa verið sett fram um aukinn árangur í bæði trygginga- og fjármálarekstri fyrir komandi ár.


Ávarp stjórnarformanns
Stefán Héðinn Stefánsson
Það hefur verið ánægjulegt að sjá jákvæð teikn í rekstri samstæðu Skaga á fyrsta starfsári samstæðunnar. Sameining VÍS og Fossa árið 2023 var sameining til sóknar og voru kaup samstæðunnar á Íslenskum verðbréfum á liðnu ári liður í þeirri vegferð.
Við höfum unnið markvisst að því á árinu að ná fram þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur, en jafnframt horft til þess að skerpa enn frekar á framtíðarsýn félagsins, sem miðar að því að verða mest spennandi valkosturinn á íslenskum fjármálamarkaði fyrir neytendur.


Ávarp forstjóra
Haraldur I. Þórðarson
Við erum stolt af árangri ársins 2024, en á árinu náðum við þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur, ásamt því að byggja undir áframhaldandi árangur á komandi árum. Hæst ber að nefna mikinn viðsnúning í tryggingarekstri en tekjuvöxtur á árinu var umfram væntingar ásamt því að arðsemi jókst talsvert milli ára. Sömuleiðis settum við okkur metnaðarfull markmið um um vöxt tekna í fjármálastarfsemi á árinu sem hafa raungerst.
Það hefur verið sérstaklega gaman að sjá félögin í samstæðunni njóta góðs af hvoru öðru, og heyra frá viðskiptavinum sem hafa séð á eigin skinni virði þess að eiga viðskipti við mörg félög innan samstæðunnar. Við horfum bjartsýn fram á komandi ár frekari sóknar.
Dótturfélög
Í samstæðunni eru þrjú sjálfstæð dótturfélög; VÍS tryggingar, Fossar fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf.
Lögð er áhersla á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Enn fremur er samstæðan í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.
Skagi á markaði
Velta með bréf Skaga dróst saman á árinu 2024 frá fyrri árum. Heildarvelta með bréf félagins í Kauphöllinni voru rúmir 17 milljarðar og dróst saman um 21% milli ára. Dagleg meðalvelta var um 69,4 milljónir króna og dróst saman um 20% milli ára. Fjöldi viðskipta voru 1.335 talsins á síðasta ári. Gengi bréfa félagsins í upphafi árs var 17,1 og lok árs 21,6 — og hækkaði því um rúm 26% prósent á síðasta ári, samanborið við tæplega 18% hækkun á hlutabréfavísitölu OMXI15. Markaðsvirði félagsins var 41,2 milljarðar í lok árs 2024 en 32,6 milljarðar árið áður.
Á síðasta ári var greiddur arður að fjárhæð 1000 milljón króna, en að teknu tilliti til eigin bréfa voru 985 milljónir króna greiddar til hluthafa. Hluthafar voru 913 í ársbyrjun og 901 í árslok 2024.
Tíu stærstu hluthafar Skaga
Hluthafar 1. janúar 2025 | Hlutur | Fjöldi hluta |
---|---|---|
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild | 8,7% | 164.950.000 |
Sjávarsýn ehf. | 8,6% | 163.785.000 |
Skel fjárfestingafélag hf. | 8,2% | 156.956.533 |
Gildi - lífeyrissjóður | 8,2% | 156.587.657 |
Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 7,4% | 141.849.336 |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | 6,9% | 131.218.970 |
Klettar fjárfestingar ehf. | 4,8% | 91.851.004 |
Stapi lífeyrissjóður | 4,0% | 75.453.997 |
Birta lífeyrissjóður | 3,1% | 59.560.293 |
H3 ehf. | 2,9% | 55.985.315 |
Stjórn Skaga
Í stjórn félagsins sitja þau Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður, Vilhjálmur Egilsson, varaformaður, Hrund Rudolfsdóttir, Marta Guðrún Blöndal og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason. Varamenn eru þau Sveinn Friðrik Sveinsson og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir.