Hoppa yfir valmynd

Stjórn

Vilhjálmur Egilsson

Stjórnarmaður

Vilhjálmur tók sæti í stjórn Skaga í desember 2018. Hann hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1952

Menntun: Doktor í hagfræði frá Suður-Kaliforníuháskóla (USC) og meistarapróf í hagfræði frá sama skóla. Cand Oecon. frá Háskóla Íslands.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Rektor Háskólans á Bifröst (2013-2020). Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (2006-2013). Ráðuneytisstjóri Sjávarútvegsráðuneytisins (2004-2006). Í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) (2003). Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands (1987-2003). Alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra (1991-2003). Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands (1982-1987).

Önnur stjórnarseta: Innviðir slhf. (stjórnarmaður), Innviðir fjárfestingar II slhf, VÍS tryggingar, P.J. húseignir ehf. Rannsóknarstofnun atvinnulífsins – Bifröst, Saga jarðvangur ses., Krabbameinsfélag Íslands.

Hlutafjáreign í Skaga og óhæði: Vilhjálmur á enga hluti í Skaga og telst óháður félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaðila eða samkeppnisaðila Skaga.