mynd

Nýtt afl á fjármálamarkaði

Skagi er öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði sem stefnir á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Samstæðan býr að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Í samstæðu Skaga eru VÍS, Fossar og Íslensk verðbréf.

Samstæðan

Í samstæðu Skaga eru þrjú sjálfstæð dótturfélög; VÍS tryggingar, Fossar fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf.

Í fyrirtækjum Skaga er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Enn fremur er samstæðan í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.

mynd

VÍS

VÍS býður víðtæka tryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu.

mynd

Fossar fjárfestingarbanki

Fossar veita viðskiptavinum sérsniðna og persónulega fjárfestingabanka þjónustu og eru í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.

mynd

Íslensk verðbréf

Íslensk verðbréf býður upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir almenning og fagfjárfesta auk eignastýringar fyrir fagfjárfesta.

Fréttir

mynd

Skagi, VÍS og Fossar teljast til fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum

Skagi, VÍS og Fossar fjárfestingarbanki hlutu nýverið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. VÍS og Fossar eru dótturfélög Skaga.

mynd

Haraldur Þórðarson tekinn tali í Viðskiptablaðinu

Í viðtali í Viðskiptablaðinu 23. júlí sl. segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, að félagið sé opið fyrir vaxtartækifærum sem kunni að verða til í ljósi mögulegra breytinga í samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja á Íslandi.

mynd

Góður árangur byggir á breytingum síðustu ára

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, dótturfélags Skaga, var tekin tali í ViðskiptaMogganum 23. júlí síðastliðinn. Tilefnið er góð afkoma í tryggingastarfsemi Skaga á fyrri helmingi þessa árs, sú besta í rúman áratug, en það mátti lesa úr síðasta árshlutauppgjöri Skaga.

mynd

Uppgjör Skaga hf. á 2. ársfjórðungi 2025

Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu. Fjárfestingatekjur lita áfram afkomu.

mynd

Forstjóri Skaga í viðtali við Dagmál

Í nýju viðtali Dagmála, frétta- og dægurmálaþáttar Morgunblaðsins, við Harald Þórðarson, forstjóra Skaga, bendir hann meðal annars á stöðu Skaga á íslenskum fjármálamarkaði og telur ósennilegt væri að hreyfingar verði á fjármálamarkaði án þess að það skapist tækifæri fyrir Skaga.

mynd

Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að á fyrsta fjórðungi ársins hafi áfram verið jákvæð þróun í grunnrekstri Skaga og frekari skref hafi verið tekin í samþættingu á milli rekstrareininga í samstæðunni.

mynd

Stjórn Skaga óbreytt eftir aðalfund

Á aðalfundi Skaga hf., 27. mars 2025, fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

mynd

Ársskýrsla Skaga 2024

Ársskýrsla Skaga fyrir árið 2024 hefur verið birt og má nálgast hana hér.

mynd

Gott ár í rekstri Skaga

Rekstrarmarkmiðum 2024 náð og horfur góðar.

mynd

Kauphallarbjöllu hringt í tilefni nafnaskráningar

Skagi hf. hefur nú verið formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Af því tilefni fór fram svokölluð „bjölluathöfn“ í Kauphöllinni (Nasdaq Iceland) í morgun.