Hoppa yfir valmynd

Stjórn

Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmaður

Marta tók sæti í stjórn Skaga í desember 2018. Hún hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1988

Menntun: BA og meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi.

Aðalstarf: Framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar ORF Líftækni hf.

Starfsreynsla: Marta gegndi stöðu yfirlögfræðings ORF Líftækni frá apríl 2018 til júní 2023. Fram til haustsins 2022 var hún einnig yfirlögfræðingur BIOEFFECT og mannauðsstjóri beggja félaga frá árinu 2021. Áður var hún aðstoðarframkvæmdastjóri og lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands (2014-2018). Fulltrúi hjá Juris (2013-2014). Endurupptökunefnd (2013-2014). Innanríkisráðuneytið (2012-2013). Útlendingastofnun (2011-2012).

Önnur stjórnarseta: Stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands (stjórnarformaður), Olíudreifing ehf. (stjórnarmaður), Stjórn samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni (stjórnarformaður), Fossar fjárfestingabanki hf. (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Skaga og óhæði: Marta á enga hluti í Skaga og telst óháð félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila Skaga.