Hoppa yfir valmynd

Árið 2024

Gott fyrsta ár samstæðu.

Ný samstæða Skaga var kynnt formlega í febrúar 2024 og hefur fyrsta starfsár samstæðunnar verið um margt gott. Samstæðan samanstendur af VÍS tryggingum, Fossum fjárfestingarbanka og Íslenskum verðbréfum, en hið síðastnefnda er sameinað félag SIV og Íslenskra verðbréfa, en Íslensk verðbréf komu ný inn í samstæðu Skaga á haustmánuðum 2024.  

Helstu fréttir ársins

mars 22.03.2024

Breyt­ingar á skipu­riti og fram­kvæmda­stjórn VÍS trygg­inga

VÍS tryggingar hafa gert breytingar á skipuriti félagsins og ráðið tvo reynslumikla stjórnendur í störf framkvæmdastjóra.

maí 08.05.2024

Skagi kaupir Íslensk verð­bréf

Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu.

júlí 03.07.2024

Samkeppnis­eft­ir­litið gerir ekki athuga­semd við kaup Skaga á Íslenskum verð­bréfum

Kaup Skaga á Íslenskum verðbréfum voru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

júlí 05.07.2024

Bjarni nýr forstöðu­maður fyrir­tækja­við­skipta VÍS

Bjarni kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár. Hann þekkir tryggingamarkaðinn vel þar sem hann starfaði áður sem viðskipta- og sölustjóri í sjávarútvegi hjá VÍS.

júlí 08.07.2024

Áfram góður árangur í UFS-mati

Skagi nær áfram góðum árangri í UFS-mati Reitunar og hlaut 80 stig (B1) sem er sami fjöldi stiga og félagið fékk á síðasta ári. Þetta telst góð einkunn og endurspeglar áherslur félagsins í sjálfbærni.

ágúst 26.08.2024

Fyrir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í stjórn­ar­háttum

Við erum afar stolt af dótturfélögunum VÍS og Fossum fjárfestingarbanka sem hlutu nýlega viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þá um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

október 30.10.2024

Fjár­mála­eft­irlit SÍ veitir samþykki fyrir virkum eign­ar­hlutum í ÍV og ÍV sjóðum

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt að Skagi (Vátryggingafélag Íslands hf.) fari með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. og ÍV sjóðum hf. („ÍV“)

nóvember 12.11.2024

Kaup á Íslenskum verð­bréfum og ÍV sjóðum frágengin

Kaupin á Íslenskum verðbréfum hf. (ÍV) og dótturfélagi þess ÍV sjóðum, sem tilkynnt var um þann 8. maí sl. eru nú frágengin og rekstur ÍV verður hluti af samstæðu Skaga frá og með fjórða ársfjórðungi.

Meira áhugavert efni

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og Íslenskra verðbréfa og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2024.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Við tókum stór skref á árinu 2024 í þróun samstæðu Skaga. Grunnrekstur á öllum starfssviðum samstæðunnar batnaði á sama tíma og við héldum áfram að huga að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða Skaga hóf sitt fyrsta starfsár.

Lesa meira