05.07.2024

Bjarni nýr forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta VÍS

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS.

mynd
Bjarni Guðjónsson

Bjarni kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár. Hann þekkir tryggingamarkaðinn vel þar sem hann starfaði áður sem viðskipta- og sölustjóri í sjávarútvegi hjá VÍS. Bjarni var einnig sölustjóri í sjávarútvegi hjá Odda og rekstrarstjóri hjá Ellingsen. Bjarni er þekktur fyrir feril sinn í fótbolta en hefur einnig þjálfað fjöldamörg lið, hérlendis sem erlendis.

Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og ECA-gráðu í stjórnun íþróttafélaga (e. Club Management Program) ásamt þjálfaraleyfi.

Bjarni hefur störf hjá VÍS í haust.

Bjarni Guðjónsson, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS:

„Ég hlakka virkilega til að snúa aftur til VÍS enda eru mörg spennandi verkefni fram undan. Ég hef fylgst vel með félaginu undanfarin ár og er stoltur af metnaðarfullum markmiðum þess á markaði. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til þess að þau verði að veruleika.“

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS:

„Ég er spennt að fá Bjarna aftur í teymið enda er hann vel kunnugur félaginu. Hann er öflugur stjórnandi og góður liðsfélagi. Hann verður í lykilhlutverki að tryggja áframhaldandi vöxt til framtíðar.“