Hoppa yfir valmynd

Lykiltölur ársins 2024

­Sam­stæð­an

Tryggingastarfsemi

  • Sókn heldur áfram í tryggingastarfsemi með 10,2% tekjuvöxt milli ára.
  • Samsett hlutfall ársins var 94,9%, sem er bæting um 4,6% milli ára.
  • Afkoma af vátryggingasamningum nam 1.479 milljónum króna, sem er bæting um 1.336m milli ára.
  • Hagræðingaraðgerðir héldu áfram á árinu, með það að leiðarljósi að byggja stoðir undir lækkandi samsett hlutfall á komandi árum.

Fjármálastarfsemi

  • 2024 var fyrsta heila ár Fossa í samstæðu Skaga.
  • Viðsnúningur í fjármálastarfsemi heldur áfram, en hreinar tekjur af fjármálastarfsemi voru 2.344 milljónir á árinu.
  • Íslensk verðbréf koma ný inn í samstæðu Skaga frá og með 2025.
  • Eignir í stýringu (e. AuM) námu 227 milljörðum króna í lok árs.

Fjárfestingar

  • Árangur fjárfestinga var ágætur á árinu og var ávöxtun talin ásættanleg.
  • Fjárfestingartekjur námu 3.657 milljónum króna, sem samsvarar 8,3% ávöxtun.

Fjárhagsleg markmið

Markmið ársins 2025

Samstæða Skaga hefur sett fram lykilmarkmið á þremur megintekjustoðum samstæðunnar fyrir árið 2025. Verði útlit fyrir að niðurstaða ársins verði utan skilgreinds bils verður upplýst um það á markaði, að utan skildum fjárfestingatekjum.

Langtíma markmið, árið 2026

Skýr markmið samstæðu hafa verið sett til næstu þriggja ára um hagnað á hlut, tekjur af kjarnastarfsemi, samsett hlutfall og eignir í stýringu auk markmiðs um tekjur af fjármálastarfsemi. Rík áhersla er lögð á aukinn vöxt í kjarnastarfsemi, þ.e. trygginga- og fjármálastarfsemi, og þar með aukna dreifingu tekna samstæðunnar sem mun skapa aukið virði fyrir hluthafa til framtíðar.

Stefna um arðgreiðslur og arðsemi eigin fjár

Meira áhugavert efni

Árið 2024

Gott fyrsta ár samstæðu. Ný samstæða Skaga var kynnt formlega í febrúar 2024 og hefur fyrsta starfsár samstæðunnar verið um margt gott.  

Lesa meira

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og Íslenskra verðbréfa og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Við tókum stór skref á árinu 2024 í þróun samstæðu Skaga. Grunnrekstur á öllum starfssviðum samstæðunnar batnaði á sama tíma og við héldum áfram að huga að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða Skaga hóf sitt fyrsta starfsár.

Lesa meira