Lykiltölur ársins 2024
Samstæðan
Tryggingastarfsemi
- Sókn heldur áfram í tryggingastarfsemi með 10,2% tekjuvöxt milli ára.
- Samsett hlutfall ársins var 94,9%, sem er bæting um 4,6% milli ára.
- Afkoma af vátryggingasamningum nam 1.479 milljónum króna, sem er bæting um 1.336m milli ára.
- Hagræðingaraðgerðir héldu áfram á árinu, með það að leiðarljósi að byggja stoðir undir lækkandi samsett hlutfall á komandi árum.
Fjármálastarfsemi
- 2024 var fyrsta heila ár Fossa í samstæðu Skaga.
- Viðsnúningur í fjármálastarfsemi heldur áfram, en hreinar tekjur af fjármálastarfsemi voru 2.344 milljónir á árinu.
- Íslensk verðbréf koma ný inn í samstæðu Skaga frá og með 2025.
- Eignir í stýringu (e. AuM) námu 227 milljörðum króna í lok árs.
Fjárfestingar
- Árangur fjárfestinga var ágætur á árinu og var ávöxtun talin ásættanleg.
- Fjárfestingartekjur námu 3.657 milljónum króna, sem samsvarar 8,3% ávöxtun.
Fjárhagsleg markmið
Markmið ársins 2025
Samstæða Skaga hefur sett fram lykilmarkmið á þremur megintekjustoðum samstæðunnar fyrir árið 2025. Verði útlit fyrir að niðurstaða ársins verði utan skilgreinds bils verður upplýst um það á markaði, að utan skildum fjárfestingatekjum.
Langtíma markmið, árið 2026
Skýr markmið samstæðu hafa verið sett til næstu þriggja ára um hagnað á hlut, tekjur af kjarnastarfsemi, samsett hlutfall og eignir í stýringu auk markmiðs um tekjur af fjármálastarfsemi. Rík áhersla er lögð á aukinn vöxt í kjarnastarfsemi, þ.e. trygginga- og fjármálastarfsemi, og þar með aukna dreifingu tekna samstæðunnar sem mun skapa aukið virði fyrir hluthafa til framtíðar.