03.07.2024

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemd við kaup Skaga á Íslenskum verðbréfum

Kaup Skaga á Íslenskum verðbréfum voru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

mynd

Nú hefur fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins verið aflétt en Samkeppniseftirlitið tilkynnti um ákvörðun sína með eftirfarandi ákvörðunarorðum: „Kaup Skaga hf. á um 98,07% af heildarhlutafé Íslenskra verðbréfa hf. fela í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast vegna samrunans.“

Eftir stendur fyrirvari um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að Skagi fari með yfir 50% eignarhlut í Íslenskum verðbréfum og dótturfélagi þess, ÍV sjóðum.