Hoppa yfir valmynd

Bjart framundan hjá Fossum

Árið 2024 var um margt gott ár í starfsemi Fossa fjárfestingarbanka. Bankinn tók markverð skref í átt að vaxa inn í hlutverk leiðandi fjárfestingarbanka á Íslandi. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður stóran hluta ársins þá nærri tvöfaldaðist efnahagur bankans á árinu - byggður að stærstu leyti á vexti í verðbréfafjármögnun. Tekjur bankans jukust umtalsvert á milli ára, eða um 61% frá fyrra ári. Starfsfólk bankans, hefur unnið hörðum höndum að því að framfylgja markmiðum okkar, á heiður skilið fyrir þennan árangur.

Steingrímur Arnar Finnsson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka

Við settum okkur markmið á árinu að auka hlutfall endurtekinna tekna, sem við skilgreinum sem tekjur af eignastýringu, verðbréfafjármögnun, lánabók og viðskiptavöktum. Nú er svo komið að hlutfall endurtekinna tekna af rekstrarkostnaði jókst úr 28% í um 40% á árinu 2024 og munum við nýta árið í að efla þennan hluta rekstursins enn frekar. Nýstofnuð lánadeild bankans hefur farið vel af stað, en lánasafn bankans stækkaði úr 770m í 3.465m á árinu. Mikil áhersla er lögð á sölu og miðlun lána og hefur það verið einkar ánægjulegt að geta stutt við viðskiptavini bankans með því að veita fjármögnun í góð og spennandi verkefni.

Við vorum leiðandi í útgáfu fyrirtækjaskuldabréfa - þar sem við gáfum út 47 ma.kr fyrir alls sex fyrirtæki og sveitarfélög á árinu - en um helmingurinn var í grænum og öðrum sjálfbærnitengdum útgáfum. Við erum stolt af því trausti sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur í þessum efnum og horfum björtum augum til að efla enn frekar virkni og umfang markaðarins.

Í gegnum árin hafa Fossa leikið stór hlutverk í að kynna og markaðssetja íslenskt atvinnulíf fyrir erlendum fjárfestum. Mikil tækifæri eru fyrir hendi í þeim efnum þar sem bæði erlend þátttaka á verðbréfamarkaði er langt undir öðrum meðaltölum annarra vestrænna ríkja. Jafnframt, er mikil gróska og vaxtarbroddur í innlendum fyrirtækjum með alþjóðlega vaxtarmöguleika á hinum ýmsu sviðum.

Fjármögnun bankans samanstendur af blöndu af peningamarkaðslánum og annarri markaðsfjármögnun. Fossar gáfu alls út 3 ma.kr af skuldabréfum og 3,6 ma.kr. af víxlum á síðasta ári, bæði fljótandi og fastvaxtabréf, á verulega samkeppnishæfum kjörum. Veginn meðalfjármagnskostnaður bankans um áramótin var um +50 punktar ofan á grunnvexti Seðlabanka Íslands (1M REIBOR).

Ég er bjartsýnn á rekstur bankans á árinu 2025 og þau tækifæri sem blasa við okkur í umhverfi lækkandi vaxta. Fossar hafa notið þess að vera hluti af fjárhagslega sterkri samstæðu Skaga sem studdi við vöxt bankans með aukningu eiginfjár sem nam alls 600 m.kr. Aukinn fjárhagslegur styrkur, hagfellt efnahagsumhverfi og framúrskarandi mannauður mun veita bankanum vænan byr í seglin á komandi misserum.

Steingrímur Arnar Finnsson
Forstjóri Fossa fjárfestingarbanka

Meira áhugavert efni

Árið 2024

Gott fyrsta ár samstæðu. Ný samstæða Skaga var kynnt formlega í febrúar 2024 og hefur fyrsta starfsár samstæðunnar verið um margt gott.  

Lesa meira

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og Íslenskra verðbréfa og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2024.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Við tókum stór skref á árinu 2024 í þróun samstæðu Skaga. Grunnrekstur á öllum starfssviðum samstæðunnar batnaði á sama tíma og við héldum áfram að huga að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða Skaga hóf sitt fyrsta starfsár.

Lesa meira