27.03.2025
Stjórn Skaga óbreytt eftir aðalfund
Á aðalfundi Skaga hf., 27. mars 2025, fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

Ársreikningur fyrir árið 2024 var samþykktur, auk þess sem fundurinn samþykkti að greiddur yrði arður sem nemur 0,2637 á hlut fyrir árið 2024. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 500 milljón krónur að teknu tilliti til eigin bréfa.
Þá var samþykkt starfskjarastefna og breytingar á samþykktum. Sjálfkjörið var í stjórn Skaga sem er óbreytt á milli ára.
Aðalstjórn:
- Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður
- Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar
- Hrund Rudolfsdóttir
- Marta Guðrún Blöndal
- Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
Varastjórn:
- Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir
- Sveinn Friðrik Sveinsson
Sjá einnig kauphallartilkynningu Skaga.