
Haraldur I. Þórðarson
Forstjóri
Skagi er nýtt afl á fjármálamarkaði sem kemur til í kjölfar sameiningar VÍS og Fossa. Með sameiningu félaganna voru tekin markviss skref í átt að framtíðarsýn að verða spennandi valkostur á íslenskum fjármálamarkaði, ásamt því að auka og efla tekjustoðir félagsins.
Skagi býður upp á skýrt samkeppnisforskot til framtíðar með auknum möguleikum til fjármögnunar og hagfelldari ráðstöfun fjármagns með það að leiðarljósi að hámarka arðsemi hluthafa .
Skagi hyggst sækja fram og nýta tækifæri til vaxtar og samlegðar á fjármálamarkaði.