mynd

Haraldur I. Þórðarson

Forstjóri Skaga

Haraldur I. Þórðarson tók við starfi sem forstjóri Skaga þann 2. október 2023. Hann hefur staðist hæfismat Fjármálaeftirlitsins sem forstjóri Fossa fjárfestingarbanka, en hefur ekki verið boðaður í hæfismat í kjölfar þess að hafa tekið við starfi forstjóra Skaga.

Fæðingarár: 1979

Menntun: MBA gráða frá Viðskiptaháskólanum í Barcelona á Spáni (IESE), B.Sc. gráða í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum.

Starfsreynsla: Einn stofnenda Fossa fjárfestingarbanka og forstjóri 2015-2023, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Straums fjárfestingarbanka hf. 2011-2015, framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. 2007-2010 og forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi frá árinu 2006, fjárstýring Kaupþings banka hf. 2003-2006.

Önnur stjórnarseta: Fossar fjárfestingarbanki (stjórnarformaður), Hrafn ehf. (stjórnarmaður), H3 ehf. (stjórnarmaður), NASF á Íslandi (stjórnarmaður), Viðskiptaráð Íslands (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Skaga: Haraldur á 325.192 hluti í Skaga og 55.985.315 hluti í gegnum H3 ehf.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Skaga.

Senda póst