Við erum afar stolt af dótturfélögunum VÍS og Fossum fjárfestingarbanka sem hlutu nýlega viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þá um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Skagi nær áfram góðum árangri í UFS-mati Reitunar og hlaut 80 stig (B1) sem er sami fjöldi stiga og félagið fékk á síðasta ári. Þetta telst góð einkunn og endurspeglar áherslur félagsins í sjálfbærni.
Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu.
Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, sem er móðurfélag VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hjá Skaga ber Erla ábyrgð á almennatengslum, markaðsmálum, fjárfestatengslum, ásamt sjálfbærni.
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars 2024, auk þess sem gefinn er kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Fundurinn hefst kl. 16.00.