
Grunnrekstur samstæðu Skaga styrkist áfram
Hagnaður Skaga á þriðja ársfjórðungi nam 717 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var 13,2 prósent á ársgrundvelli. Í nýju árshlutauppgjöri kemur jafnframt fram að kröftugur vöxtur VÍS hélt áfram á fjórðungnum og jukust tekjur af vátryggingasamningum um tæplega 10% á þriðja ársfjórðungi og á fyrstu níu mánuðum ársins.







