mynd

Vilhjálmur Egilsson

Stjórnarmaður

Fæðing­ar­ár: 1952.

Menntun: Doktor í hagfræði frá Suður-Kaliforníuháskóla (USC) og meistarapróf í hagfræði frá sama skóla. Hann er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands

Aðalstarf: Stjórnarseta

Starfsreynsla: Vilhjálmur gegndi stöðu rektors Háskólans á Bifröst frá 2013-2020. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á árunum 2006-2013. Ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins frá 2004-2006. Í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) 2003. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands á árunum 1987-2003. Alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra á árunum 1991-2003. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1982-1987.

Önnur stjórnarseta: Innviðir slhf. (stjórnarmaður), Menntaskóli Borgarfjarðar (stjórnarformaður), Harpa ohf. (stjórnarmaður, varaformaður stjórnar, endurskoðunarnefnd).

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Vilhjálmur á enga hluti í VÍS og telst óháður félaginu.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila VÍS.