mynd

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS trygginga

Guðný Helga Herbertsdóttir tók við starfi sem forstjóri Vátryggingafélags Íslands (nú Skagi) þann 10. janúar 2023. Hún hefur staðist hæfismat fjármálaeftirlitsins.

Fæðingarár: 1978

Menntun: AMP stjórnunargráða frá Viðskiptaháskólanum í Barcelona á Spáni (IESE), meistaragráða frá Viðskiptaháskólanum í Árósum og B.S. gráða í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri sölu og þjónustu frá 2022. Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar á árunum 2017-2022. Markaðsstjóri VÍS frá 2016. Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala 2015-2016. Samskiptastjóri Íslandsbanka ásamt því að leiða mótun bankans í samfélagsábyrgð 2010-2015. Starfaði sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum um árabil.

Önnur stjórnarseta: Líftryggingafélag Íslands hf. (stjórnarformaður), Viðskiptaráð (stjórnarmaður).

Hlutafjáreign í Skaga: Guðný á 514.346 hluti í Skaga.

Engin hagsmunatengsl eru við helstu viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila Skaga.