Hluthafafundir
Aðalfundur Skaga 27. mars 2025
Stjórn Skaga hf. boðar til aðalfundar sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 27. mars 2025, auk þess sem gefinn er kostur á rafrænni þátttöku á fundinum. Fundurinn hefst kl. 16.00.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á skráningarsíðu fundarins.
Frestur til að skrá sig er til kl. 16:00 þann 25. mars 2025, eða tveimur dögum fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Atkvæðisréttur hluthafa á fundinum fer eftir fjölda hluta á því tímamarki þegar skráningarfresti lýkur.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur. Sendu okkur tölvupóst á fjarfestatengsl@skagi.is og við svörum fljótt og vel.